Um okkur – boel-is

Um okkur

Bóel verslun opnaði 18 september 2018. Eigandi verslunarinnar er Þuríður Ottesen. Kveikurinn að opnun verslunarinnar var þrá eiganda að geta boðið upp á öðruvísi fatnað fyrir konur sem vilja frjálsan, töff vandaðan fatnað án tillits til vaxtarlags. Fatnaðurinn sé vel hannaður, sígildur og undirstriki persónuleika þess sem skartar flíkinni. Um árabil hefur eigandinn haft áhuga á fatnaði frá þýska hönnuðinum Rundholz. Fyrstu viðskiptin urðu því að sjálfsögðu við þýska hönnunarfyrirtækið RUNDHOLZ og svo hefur bæst við fullt af spennandi hönnuðum eins og japanska MOYURUstudiob3 sem er pólskur hönnuður, Klaes&Myras sem er hollenskt hönnunarmerki auk annara.

Skór hafa komið sterkir inn hjá BÓEL, fyrst kom Lofina og Puro en í dag er fókusinn þýsku TRIPPEN skórnir. Þeir eru einstaklega vandaðir, handgerðir og hannaðir frá A-Ö í Berlín í Þýskalandi og eru með japönsku ívafi ásamt grófum töff skóm. Í handtöskum er úrvalið mest töskur frá heimsþekkta töskuhönnuðinum MANDARINA DUCK, einnig eru til töskur frá TIRPPEN og KLAES&MYRAS.

Í BÓEL fást einnig dýrðlegar lífrænar húðsnyrtivörur frá Nýja Sjálandi sem fara sigurför um allan heim. ANTIPODES snyrtivörurnar eru vísindalega rannsakaðar af óháðum aðilum með tilliti til virkni. Við erum ávallt stoltar að segja frá að ANTIPODES er á lista með 5 hreinustu húðvörum veraldar og er meiri vitneskja um að áríðandi er að nota hreinar snyrtivörur heilsunnar vegna.